
Hjálpargögn





“Það er mikilvægt að vera með góð hjálpargögn”
Margrét Auðunsdóttir

Niðurstöður skráðar í dagbók
Sleep better snjallsímaforrit
Smelltu á myndina til þess að fá aðangang að forritinu
Efni og áhöld voru eftirfarandi: Surveymonkey, "Sleep Better" snjallsímaforrit, kaffi, magnesium duft, líkamsræktartæki, rúm, snjallsímar (Iphone 5/s), spurningalisti, logbók, skriffæri
Notkun Survey monkey:
Könnunin var lögð fyrir 100 einstaklinga sem samanstóð af konum á aldrinum 14-30 ára. Könnunin byggði á þeim áhrifaþáttum sem einstaklingar fundu fyrir þegar kom að svefnheilsu þeirra og voru til rannsókna. Það sem spurt var um voru eftirfarandi þættir : kaffi, lögn yfir daginn, magnesium og hreyfing. Þýðið svaraði því hvort þættirnir hefðu góð-, slæm- eða engin áhrif á svefninn. Vert er að taka fram að ef einstaklingur hafði ekki prófað einhvern af þáttum könnunarinnar gat sá hinn sami hakað við þann svarmöguleika. Stuðst var við niðurstöður könnunarinnar þegar rannsóknin var síðan framkvæmd.
Notkun Sleep better snjallsímaforrits:
Fyrir hverja nótt var snjallsímaforritið ræst, lengd svefns valinn og áhrifaþættir sem voru framkvæmdir yfir daginn skráðir niður. Hver áhrifaþáttur var rannsakaður 3-4 sinnum. Niðurstöður svefn súlurits úr snjallsímaforritinu voru skráðar í dagbók og spurningalisti fyrir hvern dag var fylltur út.
Niðurstöður úr Survey monkey könnun
Smellið á myndina til þess að fá aðgang að survey monkey
Niðurstöður

Ólöf Októsdóttir
"Nætursvefninn minn er alltaf eins"

Áhrifaþættir voru rannsakaðir á einstaklinga A, B og C.
DS: Djúpur svefn
V: Vaka
LS: Léttur svefn
SE: Svefngæði
Niðurstöður einstaklings A:
Dagur án nokkura áhrifaþátta mældist: DS: 67% V: 4% LS: 29% og SE: 93% en stuðst verður við þær niðurstöður til samanburðar.
Niðurstöður voru mjög líkar tilgátu höfunda. Magnesium inntaka hafði góð áhrif á lengd vöku fyrir svefn en hún mældist 3% sem þýðir að stuttur tími leið áður en fyrsta stigi svefns var náð og mældist það um 1% minna en í venjulegu svefnmynstri. Grunnsvefn mældist 23,7% og djúpsvefn um 73,3% sem þýðir að mun meiri djúpsvefn náðist miðað við venjulegan svefn. Gæði svefns var að meðaltali 97% sem er vel yfir meðallagi svefns án áhrifaþátta sem er 93%.
Niðurstöður við rannsókn koffinneyslu sýndu að kaffið hafði augljóslega áhrif á gæði svefnsins þar sem niðurstöður mældust 84%. Hlutfall djúpsvefns og grunnsvefns var töluvert raskað en grunnsvefn mældist 50,33% og djúpsvefn aðeins 33,7% sem er töluvert minni en hefðbundinn djúpsvefn einstaklings A (um 33,3% minni). Vakandi stig mældist að 16% sem er mun hærra en hefðbundinn vökutími einstaklings A.
Niðurstöður hreyfingar sýndu að hreyfingin hafði ekki mikil áhrif á nætursvefninn. Lengd vöku fyrir svefn mældist 6,66% en það er 2,66% lengri tími en í venjulegu svefnmynstri. Djúpsvefn mældist 57% sem er um 10% minna en í venjulegu svefnmynstri. Grunnsvefn mældist 36,6%, það er 7,6% meira en í venjulegu svefnmynstri. Heildar svefngæði fyrir þessa þrjá daga mældist 93,3% sem er 3% meira en vanalega. Vert er að taka fram að þriðji dagur mælinga kom illa út þar sem einstaklingur A var undir miklu álagi þann dag og höfðu þær mælingar áhrif á lokaniðurstöðu.
Niðurstöður lagnar reyndust mjög svipaðar hefðbundnum niðurstöðum einstaklings A en þó dálítið lægri, gæði svefns mældist 92,3% eða um 0,7% lægra en hefðbundin gæði svefns. Djúpur svefn mældist 57% eða um 10% lægra en hefðbundin djúpur svefn einstaklings A. Grunnsvefn mældist 35,30% sem er um 6,3% hærri en hefðbundinn djúpsvefn einstaklings A. Tímabil milli svefns og vöku mældist 3,7% lengri.
Niðurstöður einstaklings B:
Dagur án nokkurra áhrifaþátt mældist: SE: 95%, DS: 79%, LS: 16%, V: 5%.
Niðurstöður sýndu að ekki er mikill munur á svefni einstaklings B við magnesium inntöku. Miðað við daginn þar sem einstaklingur B svaf án áhrifaþátta var nánast enginn munur á svefngæðum og djúpsvefni eða 0,3%, enginn munur var á vöku og 0,7% munur á grunnsvefni.
Niðurstöður kaffinotkunar hjá einstaklingi B sýndu í raun öfugar niðurstöður í samanburði við tilgátu. Kaffinotkun sem er talin hafa slæm áhrif á djúpsvefn hafði mjög góð áhrif á svefn einstaklingsins. Svefngæði voru 94,7%, djúspvefn var 83,33% eða 4,33% hærri en nóttin þar sem engi áhrifaþættir voru mældir. Grunnsvefn mældist 11,33%, 4,67% lægri en nótt án áhrfia og einstaklingur var vakandi 3,67% eða 1,33 lægri en nóttin án áhrifa, sem er í raun betri niðurstöður þar sem einstaklingurinn var fljótari að sofna og vakna.
Niðurstöður áhrifa hreyfingar á svefn einstaklings B sýndu að hreyfing hefur ekki mikil áhrfia á svefn einstaklingsins. Svefngæði einstaklingsins voru 94,3% eða 0,7% minni en þann dag sem einstaklingur svaf án áhrifaþátta. Djúpsvefn mældis 77,7%, 1,3% minni en nótt án áhrifaþátta og einstakingur var vakandi 5,7% eða 0,4% meira en nótt án áhrifaþátta.
Niðurstöður lagnar hjá einstaklingi B eru líkt og hinir áhrifaþættirnir mjög líkar niðurstöður og nóttina þar sem engra áhrifaþætta var getið. Svefngæði sýndu betri niðurstöður en nóttina án áhrifaþátta, eða 1,3% meiri(96,3%). Djúpsvefn var 78,67% sem var nánast sömu niðurstöður og nóttin án áhrifaþátta, grunnsvefn var 17,67% s.s. 1,67% meiri en nóttin án áhrifa og einstaklingurinn var vakandi 3,67 sem er 1,33% minna en nótt án áhrifa.
Niðurstöður hjá einstkalingi B sýna að áhrifaþættir hafa lítil sem engin áhrif á nætursvefninn í hans tilfelli. Niðrustöðurnar sýna að tilgátan er ekki í samræmi við svefn þessa einstkalings. Tilgátan segir að Kaffi og Lögn yfir daginn eigi að hafa slæm áhrif á svefninn og Magnesium og Hreyfing yfir daginn eigi að hafa góð áhrif á svefninn. Niðurstöðurnar sýna að kaffi hafi í raun góð áhrif á svefninn, þ.e. meiri djúpsvefn og minni grunnsvefn og vaka. Hreyfing og magnesium hafa í raun slæm áhrif, en munurinn er nánast enginn, eða aldrei meiri en 2%.
Niðurstöður einstaklings C:
Dagur án nokkurra áhrifaþátta mældist : DS: 73% V: 6% LS: 21% SE: 94%, en stuðst verður við þessar niðurstöður til samanburðar.
Niðurstöður voru nokkuð líkar tilgátu höfunda. Inntaka magnesíum hafði ekki jafn mikil áhrif og rannsakandi bjóst við, en rannsakandi fann nánast engan mun á að taka inn magnesíum fyrir svefninn. Ef borið er saman venjulegan nætursvefn án áhrifaþátta hjá rannsakanda miðað við nætursvefn ef drukkið er magnesíum má sjá að svefn án magnesíum var í raun betri. Það er þó ekki mikill munur. Mesti munurinn á djúpum svefn var 11% og minnsti var 4%, Grunnsvefn var mjög sambærilegt, en 1% var mesti og minnsti munur þar. Aðalmunurinn er á því hve lengi rannsakandi var vakandi en það var mjög mismunandi eftir nóttum, mesti munur var 12% og minnsti 3%.
Niðurstöður voru líkar tilgátu höfunda þegar það koma að kaffinotkun, en það að fá sér bolla fyrir svefninn hafði töluverð áhrif. Minni djúpsvefn náðist, en minnsti munur á honum og svefni án áhrifaþátta var 5% og mestur munur var 9%. Þegar það kom að grunnsvefni þá var hann einnig minni en venjulegur nætursvefn án áhrifaþátta en mestur munur var 7% en minstur var 2%. Mestur var munurinn á vökunni, en það tók rannsakanda talsvert langan tíma að sofna. Mestur munur miðað við venjulega nætursvefn var 16% en minnstur var 7%.
Niðurstöður hreyfingar voru líkar tilgátu höfunda, en hreyfing hafði góð áhrif á svefninn. Djúpur svefn jókst hvað mest um 11% en minnst um 4%. Grunnsvefn minnkaði, en minnkaði hvað mest um 13% og minnst um 4%. Hreyfing hafði þó ekki mikil áhrif á vöku rannsakanda en mesti munurinn var 2%.
Niðurstöður þess að leggja sig yfir daginn voru í samræmi við tilgátu höfunda en það hafði slæm áhrif á nætursvefninn. Djúpsvefninn minnkaði, hann minnkaði mest um 18% en minnst um 7%. Grunnsvefninn var mjög mismunandi en hann fór alveg úr því að hækka um 9% í það að lækka um 6%, Lögn yfir daginn hafði mest áhrif á vökuna, en rannsakandi fann fyrir því hve erfitt var að festa svefn. Mestur munur var 14% en minnstur 9%.
Niðurstöður sýndu fram á að áhrifaþættir hafa mismikil áhrif á fólk.