
Hugmyndin





“Rannsökum eithvað sem hefur áhrif á okkur”
Kristín Þöll
Svefn er mjög mikilvægur þegar kemur að heilsu og vellíðan einstaklinga. Þó er mjög persónubundið hvort einstaklingur fái að njóta góðs svefns eða ekki og hefur það tvímælalaust áhrif á getu hans til daglegs amstur. Orkuleysi og þreytu yfir daginn má oft rekja til lélegs nætursvefns og því er mikilvægt að huga að honum.
Talið er að ýmsir þættir geti haft ýmist slæm eða góð áhrif á nætursvefninn og oft gerir einstaklingurinn sér ekki grein fyrir því að dagleg rútína hans hefur áhrif á svefn hans. Fólk á tvítugsaldrinum er almennt undir miklu álagi þegar kemur að skóla, vinnu og persónulegum gjörðum og því er svefnþörfin mikil. Nægur nætursvefn hefur því mjög mikil áhrif á bæði einbeitingu og afköst yfir daginn sérstaklega þegar einstaklingur er í svefnskuld.
Þreyta hjá ungu kynslóðinni var okkar innblástur og þar sem við höfum allar upplifað slíkt langaði okkur að kafa dýpra í áhrifaþætti svefns.
Verkefnið




“Við verðum að rannsaka hvern þátt norkkum sinnum svo þetta verði sem marktækast”

María Rós
Áhrifaþættir til rannsóknar voru fundnir með skoðunarkönnun þar sem spurningar voru lagðar fyrir 100 stúlkur á aldrinum 14-30 ára en rannsakendur eru einnig á þeim aldri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru mjög skýrar og völdum við fjóra áhrifaþætti út frá þeim. Við skiptum áhrifaþáttunum í tvo flokka, þá sem líklegir eru til að hafa góð áhrif á nætursvefn og þá sem taldir eru hafa slæm áhrif. Áhrifaþættirnir sem urður fyrir valinu voru kaffi, magnesium, lögn yfir daginn og hreyfing.
Tilgáta höfunda byggist á niðurstöðum könnunarinna sem lögð var sem fyrr segir lögð fyrir hundrað stúlkna þýði. Tilgáta rannsakenda er að kaffidrykkja og lögn hafi neikvæð áhrif á svefngæði og að lengd vökutími fyrir svefn yrði lengri. Einnig er það tilgáta rannsakanda að hreyfing og magnesium inntaka hafi góð áhrif á svefngæði og lengd vökutíma fyrir svefn verði styttri en ella. Þannig skiptist tilgátan í slæma áhrifaþætti og góða.
Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort eftirtaldir þættir hefðu slæm, góð eða engin áhrif á nætursvefn einstaklinga á okkar aldri. Þannig gæti einstaklingur aukið líkur á góðum nætursvefni með daglegum athöfnum.
Fyrstu þrjá dagana voru u.þ.b bil 3 bollar af kaffi neyttir yfir daginn og 1 bolli rétt fyrir svefn. Næstu 3 daga var magnesium dufti blandað í vatn og drukkið u.þ.b 30 mínútum fyrir svefn. Þá var líkamsrækt stunduð í klukkustund á dag í 3 daga og svefnrannsóknir framkvæmdar. Seinustu þrjá daga rannsóknarinnar lögðu rannsakendur sig í klukkustund hvern dag.
Fyrir hverja nótt var snjallsímaforritið Sleep better ræst, lengd svefns valinn og áhrifaþættir sem voru framkvæmdir yfir daginn skráðir niður. Hver áhrifaþáttur var rannsakaður 3-4 sinnum. Niðurstöður svefn súlurits úr snjallsímaforritinu voru skráðar í dagbók og spurningalisti fyrir hvern dag var fylltur út.